Frækinn sigur á Evrópumeisturunum

Bjarki Már Elísson í leik með íslenska landsliðinu.
Bjarki Már Elísson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Brynjólfur Löve

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar í Veszprém unnu frækinn sigur á Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik í Kaíró í dag.

Veszprém mun mæta Íslendingaliði Magdeburg, þar sem Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson spila, eða Al-Ahly frá Sádi-Arabíu í úrslitaleiknum en þau mætast á eftir.  

Veszprém vann 39:34 eftir framlengdan leik en venjulegum leiktíma lauk með 29:29-jafntefli. 

Barcelona var yfir, 29:27, þegar stutt var eftir en Veszprém náði að jafna undir lok venjulegs leiktíma. 

Bjarki Már skoraði ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert