Eyjamaðurinn markahæstur

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Gummersbach. Eggert Jóhannesson

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Íslendingaliðinu Gummersbach er það vann nauman útisigur á Erlangen, 28:27, í 2. umferð þýska bikarsins í handbolta í dag.

Teitur Örn Einarsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.

Leipzig hafði betur gegn N-Lübbecke, 32:23. Andri Már Rúnarson skoraði tvö mörk fyrir Leipzig. Viggó Kristjánsson var ekki með. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Leipzig.

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Göppingen í svekkjandi tapi fyrir Füchse Berlín á útivelli, 37:36.

Balingen vann Wetzlar, 34:32, á heimavelli. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen.

Rhein-Neckar Löwen er einnig komið áfram eftir útisigur á Hagen, 29:26. Arnór Snær Óskarsson komst ekki á blað hjá Löwen. Hákon Daði Styrmisson lék ekki með Hagen vegna meiðsla.

Lærisveinar Arnórs Þór Gunnarssonar hjá Bergischer sigruðu Elbflorenz á útivelli, 36:32. Þá vann Hannover Burgdorf 36:33-útisigur á Lübeck-Schwartau. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert