Valur fór létt með Fram

Thea Imani Sturludóttir sækir að marki fram í kvöld.
Thea Imani Sturludóttir sækir að marki fram í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals höfðu betur gegn Fram, 29:25, í úrvalsdeild kvenna í handbolta í Úlfarsár­dal  í kvöld.

Valur er á toppi deildarinnar með átta stig og Fram í öðru með sex stig eftir fjórar umferðir.

Leikurinn byrjaði ágætlega hjá Fram-konum sem komust 2:0 yfir en eftir að Valur jafnaði og komst yfir þá voru heimakonur að elta út fyrri hálfleikinn.

Það var rólegt til að byrja með en liðin náðu aðeins að keyra upp hraðann á köflum þegar leið á fyrri hálfleikinn. Valur leiddi lengst af með þremur mörkum en komst fjórum mörkum yfir með marki frá Theu Imani Sturludóttir  á loka sekúndu fyrri hálfleiks og staðan þá 15:11.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í fyrri hálfleik fyrir Fram með þrjú mörk. Zecevic varði fimm skot, þar af eitt.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst fyrir Val með fjögur mörk í fyrri hálfleik, tvö úr vítaköstum, og Hafdís Renötudóttir varði sjö mörk í fyrri hálfleik.

Fram fór illa með margar sóknir í seini hálfleik og fór um 10 mínútur án þess að skora mark og Valur komst átta mörkum yfir, í 16:24 á 47. mínútu.

Fram náði að mninnka muninn en ekki mikið og leikurinn endaði 25:29 fyrir Val.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:0 Bologna opna
90. mín. Kostas Tsimikas (Liverpool) fær gult spjald

Leiklýsing

Fram 25:29 Valur opna loka
60. mín. Andrea Gunnlaugsdóttir (Fram) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert