Óvænt úrslit í Hafnarfirði

Skarphéðinn Ívar Einarsson átti stórleik.
Skarphéðinn Ívar Einarsson átti stórleik. Eyþór Árnason

Haukar og HK skildu jöfn, 29:29, í úrvalsdeild karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka, í kvöld. HK er nú með þrjú stig í 10. sæti. Haukar eru í öðru sæti með sjö.

Haukamenn komust í 5:2 snemma leiks, en HK-ingar voru snöggir að jafna. Var fyrri hálfleikur í járnum eftir það og hálfleikstölur 14:13, Haukum í vil.

Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleik og munaði aldrei meira en tveimur mörkum á liðunum. Haukur Ingi Hauksson kom HK í 29:28 þegar skammt var eftir, en Skarphéðinn Ívar Einarsson svaraði tæpri mínútu fyrir leikslok og þar við sat.

Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 12, Össur Haraldsson 5, Birkir Snær Steinsson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Freyr Aronsson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 6, Aron Rafn Eðvarðsson 5.

Mörk HK: Ágúst Guðmundsson 6, Sigurður Jefferson Guarino 5, Leó Snær Pétursson 5, Júlíus Flosason 5, Haukur Ingi Hauksson 3, Kári Tómas Hauksson 2, Styrmir Máni Arnarsson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Tómas Sigurðarson 1.

Varin skot: Jovan Kukobat 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert