Þórir Hergeirsson, fráfarandi þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, fagnar ráðningu Ole Gustav Gjekstad, sem tekur við starfinu af honum í lok þessa árs.
Þórir þjálfar Noreg í síðasta sinn á EM 2024 í nóvember og desember og freistar þess þar að leiða liðið til sjötta Evrópumeistaratitilsins undir sinni stjórn.
„Þetta er mjög góður valkostur. Hann er rétti maðurinn,“ sagði Þórir ákveðinn í samtali við VG um Gjekstad, sem er 56 ára Norðmaður.
„Reynsla og ferðalag Ole innan handboltans og atvinnulífsins sér til þess að hann er klárlega hæfur í þetta starf.
Þetta er mjög góður kostur fyrir leikmennina, liðið og Handknattleikssamband Noregs. Ég er ánægður með að hann hafi ákveðið að taka þessari áskorun,“ bætti Þórir við.