Afturelding fór upp fyrir Fram og upp í fjórða sæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á Fram, 34:29, á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í fimmtu umferðinni í kvöld.
Mosfellingar eru nú með sjö stig í fjórða sæti og Fram í fimmta sæti með sex stig. Fram hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í kvöld.
Jafnt var á öllum tölum framan af leik en Afturelding var með tveggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 10:8. Sá munur var kominn upp í fimm mörk í hálfleik, 19:14.
Afturelding hleypti Fram aldrei of nálægt sér í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 8, Birgir Steinn Jónsson 8, Hallur Arason 5, Ihor Kopyshynskyi 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Þorvaldur Tryggvason 2, Harri Halldórsson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, Brynjar Vignir Sigurjónsson 2.
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Ívar Logi Styrmisson 5, Rúnar Kárason 5, Reynir Þór Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Erlendur Guðmundsson 2, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Arnar Snær Magnússon 1, Arnþór Sævarsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 7, Arnór Máni Daðason 4.