Grótta upp í toppsætið

Daniel Vieira sækir að marki Gróttu í kvöld.
Daniel Vieira sækir að marki Gróttu í kvöld. mbl.is/Arnþór

Grótta fór upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á ÍBV, 32:30, á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld.  

Gróttumenn eru með átta stig með fjóra sigra úr fimm leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með fimm stig.

Fyrri hálfleikur var nánast jafn á öllum tölum, en Grótta fór með eins marks forskot í hálfleik, 18:17.

Grótta náði fjögurra marka forskoti um miðbik seinni hálfleiks, 25:21. Eyjamenn minnkuðu muninn í eitt mark, 27.26, en nær komust þeir ekki og Grótta fagnaði sterkum sigri.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 10, Jakob Ingi Stefánsson 5, Atli Steinn Arnarson 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Sæþór Atlason 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Hannes Grimm 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 21.

Mörk ÍBV: Daniel Esteves Vieira 5, Andri Erlingsson 5, Gauti Gunnarsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Marino Gabrieri 2, Gabríel Martinez 2, Dagur Arnarsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Andrés Marel Sigurðsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.

Varin skot: Petar Jokanovic 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert