KA síðasta liðið til að fagna sigri

Nicolai Horntvedt Kristensen í markinu hjá KA. Baldur Fritz Bjarnason …
Nicolai Horntvedt Kristensen í markinu hjá KA. Baldur Fritz Bjarnason á vítalínunni. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í handbolta á tímabilinu er liðið lagði ÍR, 28:24, á heimavelli í kvöld.

Þrátt fyrir sigurinn er KA enn í ellefta sæti, sem er fallsæti, með tvö stig. ÍR er í sætinu fyrir ofan með þrjú.

Fyrri hálfleikur var jafn lengst af, en KA náði þriggja marka forskoti undir lokin og var það munurinn í hálfleik, 14:11.

ÍR byrjaði seinni hálfleikinn vel og jafnaði í 17:17. Eftir það náði KA völdunum og vann að lokum öruggan sigur.

Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 7, Ott Varik 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Einar Birgir Stefánsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3, Arnór Ísak Haddsson 1, Logi Gautason 1.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 7, Bruno Bernat 5.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 8, Bjarki Steinn Þórisson 4, Jökull Blöndal Björnsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Bernard Kristján Darkoh 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert