Valur hafði betur gegn FH

Ásbjörn Friðriksson sækir að marki Vals í kvöld. Alexander Petersson …
Ásbjörn Friðriksson sækir að marki Vals í kvöld. Alexander Petersson er til varnar. mbl.is/Arnþór

Valur hafði betur gegn FH í skemmtilegum leik á Hlíðarenda þar sem Valur sigraði annan leik sinn á tímabilinu, 30:23.

Valur er nú með fimm stig í en FH á toppnum með átta stig 

Valur var skrefi á undan í fyrri hálfleik og eftir 11 mínútur voru þeir þremur mörkum yfir en FH náði að jafna metin í 6:6

 FH var að elta en var aldrei meira en marki undir þar til liðið tók leikhlé á 29. mínútu, eftir það komst Valur tveimur mörkum yfir en FH minnkaði muninn í 13:12 fyrir

Ásbjörn Friðriksson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæsti fyrir FH í fyrri hállfiek með þrjú mörk hvor og Viktor Sigurðsson fyrir Val með þrjú mörk.

FH kom illa til baka í seinni hálfleik og var fjórum mörkum undir eftir tíu mínútur og tóku þá leikhlé en lítið batnaði, þeir slökktu alveg á sér og sóuðu þrem sóknum í röð. FH-ingar  voru svo alveg hættir undir lokinn þegar þeir gerðu marga tæknifeila í röð og Valur skoraði úr hraðaupphlaupum. Niðurstaðan 30:23 þrátt fyrir jafnan leik lengst af.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Omonia Nikósía 4:0 Víkingur R. opna
90. mín. Andronikos Kakoulli (Omonia Nikósía) skorar 4:0 - Valdimar með slaka sendingu til baka sem Kakoulli kemst í, leikur á Ingvar og skorar í opið markið.

Leiklýsing

FH 23:30 Valur opna loka
60. mín. FH tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert