Endurkomusigur nýliðanna

Þorleifur Rafn Aðalsteinsson úr Fjölni sækir að marki Stjörnunnar í …
Þorleifur Rafn Aðalsteinsson úr Fjölni sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðar Fjölnis unnu í kvöld óvæntan sigur á Stjörnunni, 29:28, í úrvalsdeild karla í handbolta á heimavelli sínum í Garðabæ. Haraldur Björn Hjörleifsson skoraði sigurmark Fjölnis tæpri mínútu fyrir leikslok.

Fjölnir er með fjögur stig í áttunda sæti. Stjarnan er með jafnmörg stig í níunda sæti.

Stjarnan var yfir stóran hluta fyrri hálfleiks og fór með tveggja marka forskot í hálfleikinn, 14:12.

Stjörnumenn komust svo sex mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, 20:14. Munurinn var fjögur mörk þegar tíu mínútur voru eftir, 26:22.

Stjörnumaðurinn Hans Jörgen Ólafsson skýtur að marki Fjölnis í kvöld.
Stjörnumaðurinn Hans Jörgen Ólafsson skýtur að marki Fjölnis í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá tóku Fjölnismenn vel við sér og sigldu sætum sigri í höfn með góðum lokakafla.

Mörk Fjölnis: Haraldur Björn Hjörleifsson 8, Viktor Berg Grétarsson 6, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 4, Victor Máni Matthíasson 2, Alex Máni Oddnýjarson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Brynjar Óli Kristjánsson 1.

Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7, Sigurður Ingiberg Ólafsson 3.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 10, Hans Jörgen Ólafsson 6, Daníel Karl Gunnarsson 3, Rytis Kazakevicius 3, Pétur Árni Hauksson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Jóel Bernburg 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert