Fyrsti sigur Selfyssinga

Katla María Magnúsdóttir skoraði sex mörk.
Katla María Magnúsdóttir skoraði sex mörk. Eggert Jóhannesson

Selfoss vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild kvenna í handbolta er liðið vann ÍR, 25:22, á heimavelli í kvöld. Selfoss fór upp úr botnsætinu og upp í tvö stig. ÍR er nú á botninum með aðeins eitt stig.

Selfyssingar byrjuðu betur og komust í 8:3 snemma leiks. Skiptust liðin nokkurn veginn á að skora eftir það í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 12:8, Selfossi í vil.

ÍR gekk illa að minnka muninn framan af í seinni hálfleik og var staðan 19:14 þegar kortér lifði leiks. Gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir, 23:21, en Selfoss hélt út.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.

Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 14.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 5, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Hildur María Leifsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.

Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 9, Hildur Öder Einarsdóttir 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert