Íslendingaliðið tapaði toppslagnum

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk í dag.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk í dag. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslendingaliðið Kolstad tapaði í dag toppslagnum gegn Elverum, 30:28, á útivelli í norsku úrvalsdeild karla í handbolta. 

Elverum er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir sex leiki en Kolstad, sem var taplaust hingað til, er í öðru sæti með tíu stig.

Benedikt Gunnar Óskarsson var næst markahæstur í Kolstad en hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö úr þremur skotum og Sigurjón Guðmundsson varði þrjú skot af sjö sem hann fékk á sig. Sveinn Jóhansson komst ekki á blað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka