Valur og Haukar standa vel að vígi

Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórkostlegan leik í Belgíu í dag.
Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórkostlegan leik í Belgíu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur og Haukar unnu bæði stórsigur á mótherjum sínum eftir fyrri viðureignir liðanna í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í dag. Valur vann Zagiris Kaunas og Haukar vann KTSV Eupen.

Fjórtán marka sigur Vals

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu fjórtán marka sigur á Zagiris Kaunas í Litáen í dag, 31:17.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst Valskvenna með átta mörk og þá skoraði Ásthildur Þórhallsdóttir sex. Hafdís Renötudóttir varði átta skot í marki Vals.

Seinni leikur liðanna verður spilaður á morgun og fer hann einnig fram ytra.

Haukar með annan fótinn í næstu umferð

Haukar vann afar sannfærandi tuttugu og tveggja marka sigur á belgíska liðinu KTSV Eupen í dag, 38:16.

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir Haukaliðið og þá gerði Ragnheiður Ragnarsdóttir fimm. Sara Sif Helgadóttir varði þá tólf skot í marki Hauka.

Seinni leikur liðanna verður spilaður á morgun og fer hann einnig fram í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert