Valur áfram í næstu umferð

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk. mbl.is&Eyþór Árnason

Valur sigraði í Zalgiris, 34:28, í seinni viðureign liðanna í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í dag en leikirnir fóru báðir fram í Litháen.

Liðin mættust einnig í gær og Valur sigraði þá af miklu öryggi, 31:17.

Valur lenti tveimur mörkum undir í upphafi leiks en liðið tók svo við sér og var mest 11 mörkum yfir í fyrri hálfleik og endaði tíu mörkum yfir í hálfleik, 22:12. Zalgiris minnkaði muninn í sex mörk en leikurinn endaði með öruggum sigri Vals, 34:28.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst með sjö mörk og þær Elísa Elíasdóttir, Sigríður Hauksdóttir og Sara Lind Frostadóttir skoruðu fjögur. Haf­dís Renötu­dótt­ir og Silja Arngrímsdótt­ir vörðu átta skot hvor í marki Vals.

Dregið verður í næstu umferð 15. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert