Íslendingur í fyrsta sinn í hóp

Jón Ísak Halldórsson.
Jón Ísak Halldórsson. Ljósmynd/Holstebro

Íslenski handknattleiksmaðurinn Jón Ísak Halldórsson var í leikmannahóp Holstebro í fyrsta sinn þegar lðið hafði betur gegn Grindsted í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Það er handbolti.is sem greinir frá þessu en leiknum lauk með þriggja marka sigri Holstebro, 30:27.

Hann var hluti af aðalliði félagsins á undirbúningstímabilinu en hefur undanfarin ár æft með unglingaliði félagsins. Arnór Atlason er þjálfari Holstebro.

Í frétt handbolta.is kemur meðal annars fram að Jón Ísak hafi verið búsettur í Danmörku undanfarin ár, ásamt foreldrum sínum. 

Holstebro hefur byrjað tímabilið vel í Danmörku og er með 7 stig eftir fyrstu sex umferðirnar í 6. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert