Skoraði 300. markið í Ungverjalandi

Bjarki Már Elísson í leiknum í gær.
Bjarki Már Elísson í leiknum í gær. Ljósmynd/Veszprém

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Veszprém í Ungverjalandi, skoraði sitt 300. mark fyrir félagið um helgina.

Vinstri hornamaðurinn var markahæsti leikmaður liðsins gegn Éger á útivelli í gær en hann skoraði átta mörk í stórsigri Veszprém, 39:25.

Ungverska félagið minnti á afrek Bjarka Más á samfélagsmiðlinum X en hann gekk til liðs við Veszprém frá Lemgo í Þýskalandi sumarið 2022.

Hann hefur tvívegis orðið ungverskur meistari með liðinu, tvívegis bikarmeistari og þá varð hann heimsmeistari félagsliða með liðinu í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert