Hafa ekki mikla trú á íslensku liðunum

Valur og FH leika bæði í Evrópudeildinni.
Valur og FH leika bæði í Evrópudeildinni. Arnþór Birkisson

Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals fara af stað í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld með erfiðum útileikjum.

FH mætir franska liðinu Toulouse í Frakklandi og Valur leikur við Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu.

Vefurinn Handball Planet fjallar um keppnina á vefsíðu sinni í dag og raðar liðum í sæti eftir líkum á sigri í keppninni. 

Þýska liðið Flensburg er líklegast til að vinna deildina samkvæmt miðlinum. Kiel sem er einnig frá Þýskalandi er í öðru sæti og franska liðið Montpellier er í þriðja sæti.

Valur er í 29. sæti af 32 liðum og FH í 31. sæti. Aðeins Karvina frá Tékklandi er fyrir neðan FH á listanum.

Tíu efstu liðin:

  1. SG Flensburg Handewitt
  2. THW Kiel
  3. Montpellier
  4. GOG
  5. MT Melsungen (Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson)
  6. VFL Gummersbach (Elliði Snær Viðarsson, Teitur Örn Einarsson og Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari)
  7. Limoges
  8. Nexe
  9. FC Porto (Þorsteinn Leó Gunnarsson)
  10. Kadetten Schafhausen (Óðinn Þór Ríkharðsson)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert