Íslendingaliðið gerði góða ferð til Portúgals

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen.
Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Þýska liðið Melsungen vann sterkan sigur á portúgalska liðinu Porto, 29:24, þar í borg í fyrstu umferð F-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik, riðli Vals, í kvöld.

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Porto.

Einn Íslendingur til viðbótar var í eldlínunni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Það var Guðmundur Bragi Ástþórsson, sem skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro/Silkeborg í stóru tapi fyrir Montpellier, 40:26, á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert