Of sterkir fyrir Valsmenn á heimavelli

Valsmenn fara yfir málin í kvöld.
Valsmenn fara yfir málin í kvöld. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Bikarmeistarar Vals áttu erfitt uppdráttar gegn feikisterku liði Vardar frá Norður-Makedóníu á útivelli í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld.

Vardar-liðið vann 33:26 og er komið með tvö stig en Valsmenn eru án stiga eftir fyrstu umferð. Leikurinn er liður í F-riðli. Íslendingaliðin Melsungen og Porto eru einnig í riðlinum. Þeirra leikur fór 29:24 fyrir Melsungen í Portúgal. 

Fyrir fram var vitað að mótherjinn yrði erfiður en Vardar er stórlið sem hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu.

Valsmenn byrjuðu vel og komust 2:0-yfir. Eftir það unnu heimamenn sig hægt og rólega inn í leikinn og náðu fljótlega góðri forystu. 

Í hálfleik var munurinn sjö mörk, 18:11, en markvörður Vardar Miguel Ferreira varði oft frábærlega. 

Í seinni hálfleik komst Valur næst fimm mörkum undir en liðið náði aldrei að klóra sig aftur inn í leikinn. Að lokum vann Vardar sjö marka sigur.

Alexander Petersson með boltann í leiknum í kvöld.
Alexander Petersson með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Magnús Óli Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Val en Bjarni í Selvindi, Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Allan Norðberg og Andri Finnsson skoruðu þrjú hver. Þá varði Björgvin Páll Gústafsson 14 skot. 

Marko Srdanovic og Vuki Borozan skoruðu sex mörk hvor fyrir Vardar. 

Valur fær ÍR í heimsókn í deildinni næsta föstudagskvöld. Síðan mætir Valsliðið Porto í Kaplakrika eftir viku en þá mætast einnig FH og Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Vardar 33:26 Valur opna loka
60. mín. Andri Finnsson (Valur) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert