Svíi ráðinn þjálfari Hollands

Henrik Signell er nýr landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik.
Henrik Signell er nýr landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik. AFP/Damien Meyer

Svíinn Henrik Signell hefur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðs Hollands í handknattleik. Signell tekur við starfinu af landa sínum Per Johansson, sem lét nýverið af störfum.

Johansson tók við kvennaliði Györ í Ungverjalandi en Signell var síðast þjálfari kvennalandsliðs Suður-Kóreu, sem hann stýrði í eitt og hálft ár.

Holland er í F-riðli með Íslandi á EM 2024 sem fer fram í nóvember og desember í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.

F-riðillinn, sem inniheldur einnig Þýskaland og Úkraínu, fer fram í Innsbruck í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert