Íslensku landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen áttu góðan leik fyrir Blomberg-Lippe þegar liðið lagði Metzingen að velli, 26:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.
Með sigrinum fór Blomberg-Lippe upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með 4 stig eftir fjóra leiki.
Díana Dögg skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe og Andrea bætti við tveimur mörkum.
Sandra Erlingsdóttir lék ekki með Metzingen en hún vinnur nú hörðum höndum að endurkomu sinni eftir barnsburð.
Metzingen er í 11. sæti af tólf liðum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki.