Stjarnan sigraði toppliðið

Stjörnumenn fagna sætum sigri í kvöld.
Stjörnumenn fagna sætum sigri í kvöld. Eyþór Árnason

Stjarnan hafði betur gegn Gróttu, 30:29, í úrvalsdeild karla í handbolta í Garðabænum í kvöld. Stjarnan er nú með sex stig og í 6.-7. sæti. Grótta er í öðru sæti með átta stig.

Grótta byrjaði betur og skapaði sér mjög gott færi í hverri sókn framan af í fyrri hálfleik. Var staðan 9:6 þegar hann var hálfnaður og gat Stjarnan helst þakkað Sigurði Dan Óskarssyni fyrir að munurinn var ekki meiri.

Stjarnan nýtti sér það og var munurinn eitt mark, 11:10, þegar skammt var eftir af hálfleiknum. Í kjölfarið komst Stjarnan yfir og voru heimamenn með eins marks forskot í hálfleik, 16:15.

Grótta byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði aftur tveggja marka forskoti í upphafi hans, 19:17. Liðin skiptust á að skora eftir það og var staðan 21:19 þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður.

Þá tók við fínn kafli hjá Stjörnunni og var staðan jöfn, 23:23, þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan var svo þremur mörkum yfir, 28:25, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. 

Grótta gafst ekki upp og minnkaði muninn í eitt mark, 28:27, þegar 80 sekúndur voru til leiksloka. Nær komust gestirnir hins vegar ekki. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 30:29 Grótta opna loka
60. mín. Ágúst Ingi Óskarsson (Grótta) skoraði mark Á síðustu sekúndunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert