Framarar of sterkir fyrir KA-menn

Erlendur Guðmundsson og samherjar hans hjá Fram mæta KA í …
Erlendur Guðmundsson og samherjar hans hjá Fram mæta KA í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram hafði betur gegn KA, 34:28, í sjöttu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld.

Fram fór með sigrinum upp í þriðja sæti þar sem liðið er með átta stig. KA er áfram í botnsætinu með tvö.

Jafnt var á með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar líða tók á seinni hluta fyrri hálfleiks sigu leikmenn Fram framúr liði KA. Það sem munaði mest um í upphafi fyrri hálfleiks var að Nicolai Horntvedt markvörður KA varði 11 skot en það náðu KA menn ekki að notfæra sér í hálfleiknum.

Staðan í hálfleik 19:13 fyrir Fram sem áttu frábæran lokakafla í fyrri hálfleik.

Fram byrjaði á auka muninn í 7 mörk í seinni hálfleik þegar Erlendur Guðmundsson skoraði af línunni. KA menn minnkuðu strax muninn og settu allan sinn kraft í að reyna minnka muninn og gera leikinn spennandi aftur.

Það tókst því í stöðunni 21:16 skoruðu Norðanmenn fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í 21:20 og svo aftur í stöðunni 23:22.

Þá settu leikmenn Fram í næsta gír og sigldu fram úr Norðanmönnum. Fór svo að Fram vann að lokum 6 marka sigur 34:38.

Markahæstur í liði Fram var Reynir Þór Stefánsson með 10 mörk. Breki Hrafn Árnason varði 9 skot og Arnór Máni Daðason 4 skot.

Í liði KA var Bjarni Ófeigur Valdimarsson atkvæðamestur með 11 mörk en Nicolai Hortvedt Kristensen varði 14 skot og Bruno Bernat 4 skot. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Ísland 2:2 Wales opna
90. mín. Danny Ward (Wales) fær gult spjald Fyrir að tefja. Walesverjar heppnir að vera ekki lentir undir.

Leiklýsing

Fram 34:28 KA opna loka
60. mín. Reynir Þór Stefánsson (Fram) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert