KA/Þór vann toppslaginn gegn HK, 27:24, í 1. deild kvenna í handknattleik á Akureyri í dag.
KA/Þór er á toppnum með sjö stig en HK er í öðru sæti með sex stig.
KA/Þór var með undirtökin allan tímann og var staðan í hálfleik 16:7. HK náði að minnka muninn í síðari hálfleik og voru lokaniðurstöður 27:24-sigur KA/Þór.
Lydía Gunnþórsdóttir í liði KA/Þór átti stórkostlegan leik og var markahæst allra með 10 mörk. Anna Þyrí Halldórsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir KA/Þór.
Aníta Eik Jónsdóttir var markahæst í liði HK með sex mörk.