ÍBV og Selfoss gerðu jafntefli, 24:24, í æsipsennandi leik í 5. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag.
Eftir leikinn er ÍBV í fjórða sæti með fimm stig en Selfoss er í sjötta sæti með þrjú.
ÍBV var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir með tveimur mörkum, 13:11, að honum loknum.
Lokamínúturnar voru hins vegar æsispennandi en hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu mínútunni og skildu þau því jöfn.
Birna Berg Haraldsdóttir í liði ÍBV var markahæst allra með níu mörk. Sunna Jónsdóttir skoraði þá fimm.
Hjá Selfossi skoraði Eva Lind Tyrfingsdóttir átta mörk en Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm mörk.
ÍBV heimsækir Fram í næstu umferð en Selfoss heimsækir Stjörnuna.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Sunna Jónsdóttir 5, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Birna María Unnarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Britney Emilie Florianne Cots 1.
Mörk Selfoss: Eva Lind Tyrfingsdóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.