Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson héldu uppteknum hætti áfram í sterkum útisigri Magdeburg á Flensburg, 29:27, í efstu deild þýska handboltans í Flensburg í dag.
Magdeburg er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki, fjóra sigra og eitt tap.
Ómar Ingi skoraði 10 mörk og gaf tvær stoðsendingar en Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar.