ÍR og Fram gerðu jafntefli, 20:20, í 5. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Seljahverfinu í Breiðholti í dag.
Eftir leikinn er ÍR komið með 2 stig en enn í neðsta sæti. Fram er í öðru sæti með sjö stig.
ÍR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og tveimur mörkum yfir að honum loknum, 13:11.
Fram kom hins vegar til baka í seinni hálfleik og voru þremur mörkum yfir þegar að sjö mínútur voru eftir, 20:17.
ÍR skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og jafnaði metin í 20:20 þegar að meira en þrjár mínútur voru eftir. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu það lokatölur.
Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR-inga en Sylvía Sigríður Jónsdóttir og Hanna Karen Ólafsdóttir skoruðu fjögur hvor.
Hjá Fram skoruðu Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Hagalín fimm mörk hvor.
ÍR heimsækir Hauka í næstu umferð en Fram fær ÍBV í heimsókn.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 5, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Karen Tinna Demian 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 6, Ingunn María Brynjarsdóttir 2.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 5, Alfa Brá Hagalín 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Íris Anna Gísladóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 5, Darija Zecevic 1.