Íslandsmeistarar Vals eru enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir sigur á Haukum í 5. umferðinni á Hlíðarenda í dag, 28:22. Valur hefur unnið 32 leiki í röð í öllum keppnum.
Haukar eru áfram í þriðja sæti með sex stig, fjórum stigum á eftir Val. Fram er í öðru sæti með sjö stig.
Valskonur náðu fljótt tveggja marka forskoti, 4:2. Tókst Haukum ekki að jafna eftir það í fyrri hálfleik og Valskonum gekk illa að stinga Haukana af.
Munurinn varð mestur fjögur mörk, 10:6. Haukar minnkuðu muninn í 11:10 og munaði tveimur mörkum þegar fyrri hálfleikurinn var allur, 12:10.
Valur byrjaði seinni hálfleikinn á því að ná fimm marka forskoti í fyrsta skipti, 16:11. Valsliðið hélt áfram að bæta í og var staðan 20:14 þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður.
Haukar voru ekki líklegir til að jafna það sem eftir lifði leiks og enn einn sigur Valsliðsins staðreynd.