Elmar stórkostlegur í Þýskalandi

Elmar Erlingsson í leik með ÍBV.
Elmar Erlingsson í leik með ÍBV. mbl.is/Óttar Geirsson

Elmar Erlingsson fór á kostum með Nordhorn er liðið mátti þola tap gegn Dessau-Rosslauer, 30:28, í þýsku B-deildinni í handbolta.  

Elmar skoraði níu mörk úr 13 skotum og gaf fjórar stoðsendingar að auki.  

Nordhorn situr í 15. sæti þýsku B-deildarinnar með 3 stig eftir sex leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert