Þórsarar of sterkir fyrir Selfyssinga

Þórasar fara vel af stað.
Þórasar fara vel af stað. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þór Akureyri hafði betur gegn Selfossi, 34:26, í 1. deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. 

Þórsarar eru í öðru sæti með sex stig eftir fjóra leiki, þrjá sigra og eitt tap, en Selfoss er með fjögur stig eftir fjóra leiki. 

Oddur Grétarsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Þórsliðið en Hannes Höskuldsson skoraði sjö fyrir Selfoss. 

Jón Þórarinn Þorsteinsson varði þá 15 skot í marki Selfoss og sá til þess að munurinn yrði ekki meiri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert