Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson átti stórfínan leik í sigri Leipzig á Erlangen, 32:25, í efstu deild þýska handboltans í kvöld.
Viggó skoraði fimm mörk og lagði sex mörk upp að auki. Andri Már Rúnarsson skoraði þá tvö mörk en faðir Andra, Rúnar Sigtryggsson, stýrir liðinu.
Leipzig er í áttunda sæti með átta stig eftir sex leiki.