Sterkur sigur nýliðanna

Perl Ruth Albertsdóttir úr Selfossi sækir að marki Stjörnunnar í …
Perl Ruth Albertsdóttir úr Selfossi sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Hákon

Selfoss vann í kvöld sterkan útisigur á Stjörnunni, 25:19, í 6. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta.

Með sigrinum fór Selfoss upp fyrir Stjörnuna og upp í fimmta sætið, þar sem liðið er með fimm stig. Stjarnan er í sjötta með fjögur, tveimur stigum fyrir ofan botnlið Gróttu.

Selfoss náði forskoti snemma leiks og hélt því út fyrri hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13:9. Selfyssingar voru áfram með undirtökin í seinni hálfleik og var staðan 19:15 þegar sinni hálfleikur var hálfnaður.

Þá gáfu gestirnir frá Selfossi enn meira í og unnu sannfærandi sex marka sigur.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 2.

Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 16.

Mörk Selfoss: Harpa Valey Gylfadóttir 8, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.

Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert