Afturelding á toppinn eftir stórsigur

Blær Hinriksson sækir að marki ÍBV í kvöld.
Blær Hinriksson sækir að marki ÍBV í kvöld. mbl.is/Arnþór

Afturelding vann stórsigur á ÍBV, 38:27, í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld.

Með sigrinum fór Afturelding upp í ellefu stig og upp í toppsæti deildarinnar. ÍBV er í sjötta sæti með sjö stig.

Mosfellingar byrjuðu miklu betur og komust í 6:2 snemma leiks. Var munurinn orðinn tíu mörk, 14:4, þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Munaði tíu mörkum í hálfleik, 19:9.

ÍBV minnkaði muninn í 20:15 snemma í seinni hálfleik, en nær komust Eyjamenn ekki og Afturelding jók muninn á nýjan leik.

Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 7, Ihor Kopyshynskyi 6, Hallur Arason 5, Birgir Steinn Jónsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Ævar Smári Gunnarsson 4, Stefán Magni Hjartarson 2, Harri Halldórsson 2, Haukur Guðmundsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Daníel Bæring Grétarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 4, Marino Gabrieri 4, Gauti Gunnarsson 4, Andrés Marel Sigurðsson 3, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Daniel Esteves Vieira 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1.

Varin skot: Petar Jokanovic 8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert