Í landsliðið þremur mánuðum eftir barnsburð

Sandra Erlingsdóttir er mætt aftur í landsliðið.
Sandra Erlingsdóttir er mætt aftur í landsliðið. Ljósmynd/Jon Forberg

Sandra Erlingsdóttir er mætt aftur í íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn.

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 19 leikmenn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Póllandi, sem fara fram dagana 25. og 26. október. Fyrri leikurinn fer fram í Úlfarsárdal á heimavelli Fram og sá síðari á Selfossi.

Leikirnir eru hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en Ísland leikur í F-riðli keppninnar í Innsbruck ásamt Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu.

Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (62/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (60/4)

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín, Fram (2/0)
Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (54/81)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (26/5)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (0/0)
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (54/73)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (14/38)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (21/45)
Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (17/11)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (2/1)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (50/104)
Rut Jónsdóttir, Haukar (115/244)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (32/145)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (49/67)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (92/66)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (80/171)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (139/401)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert