ÍR-ingar upp úr fallsæti

Róbert Snær Örvarsson skoraði tíu mörk.
Róbert Snær Örvarsson skoraði tíu mörk. mbl.is/Anton Brink

ÍR er komið upp úr fallsæti úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sigur á Fram, 35:34, á heimavelli sínum í kvöld.

ÍR er nú í níunda sæti með fimm stig, einu stigi fyrir ofan Fjölni sem er í fallsæti. Fram er áfram í þriðja sæti með átta stig.

Framarar byrjuðu af miklum krafti og komust í 5:1 í upphafi leiks. ÍR var að elta næstu mínútur en tókst að jafna í 17:17 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 19:19.

Seinni hálfleikur var í járnum allan tímann, en ÍR komst í 33:30 þegar skammt var eftir. Þrátt fyrir áhlaup í lokin tókst Fram ekki að jafna.

Mörk ÍR: Róbert Snær Örvarsson 10, Sveinn Brynjar Agnarsson 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 5, Bernard Kristján Darkoh 4, Andri Freyr Ármannsson 3, Viktor Freyr Viðarsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Jökull Blöndal Björnsson 1, Baldur Fritz Bjarnason 1.

Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 14, Ólafur Rafn Gíslason 7.

Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Eiður Rafn Valsson 6, Reynir Þór Stefánsson 6, Ívar Logi Styrmisson 5 , Dagur Fannar Möller 3, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Max Emil Stenlund 1, Marel Baldvinsson  1, Erlendur Guðmundsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.

Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert