KA vann æsispennandi fallslag

Dagur Árni Heimisson, sem átti stórleik fyrir KA, sækir að …
Dagur Árni Heimisson, sem átti stórleik fyrir KA, sækir að marki HK í kvöld. Ljósmynd/Egil Bjarni Friðjónsson

KA hafði betur gegn HK, 35:34, í æsispennandi fallslag í úrvalsdeild karla í handbolta á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld.

KA er nú í níunda sæti með fjögur stig. HK er komið niður í ellefta sæti, sem er fallsæti, þar sem liðið er með þrjú stig.

Eftir jafna byrjun náði KA þriggja marka forskoti, 11:8, um miðjan fyrri hálfleik. Munaði tveimur mörkum í hálfleik, 15:13.

KA byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og komst í 18:14. HK neitaði að gefast upp og með góðum lokakafla tókst gestunum að gera leikinn spennandi í lokin, en KA hélt út.  

Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 12, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 11, Kamil Pedryc 4, Logi Gautason 3, Patrekur Stefánsson 3, Ott Varik 2.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 12.

Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 9, Andri Þór Helgason 8, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Ágúst Guðmundsson 3, Leó Snær Pétursson 3, Kári Tómas Hauksson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Haukur Ingi Hauksson 1.

Varin skot: Jovan Kukobat 7, Róbert Örn Karlsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert