Haukar í fínum málum fyrir seinni leikinn

Þráinn Orri Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Hauka í kvöld.
Þráinn Orri Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Hauka í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Haukar og HC Cocks frá Finnlandi áttust við í 32 liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Hauka 35:26. Var um að ræða fyrri leik liðanna en sá síðari verður leikinn í Finnlandi eftir slétta viku.

Það má segja að HC Cocks hafi aldrei séð til sólar í leik kvöldsins því Haukar náðu strax undirtökunum í leiknum og eftir tæplega 9 mínútna leik var staðan 7:1 fyrir Hauka.

Fyrsta mark HC Cocks úr opnum leik kom eftir tæplega 12 mínútur í leiknum en fyrsta mark þeirra kom úr vítaskoti.

Haukar léku án þeirra Geirs Guðmundssonar og Ólafs Ægis Ólafssonar og má því segja að Haukarnir hafi verið þunnskipaðir sóknarlega en það kom aldrei að sök.

Haukar náðu mest 7 marka forskoti í fyrri hálfleik og þann mun tóku þeir með sér inn í hálfleikinn í stöðunni 18:11 fyrir Hauka.

Markahæstur í fyrri hálfleik í liði Hauka var Birkir Snær Steinsson með 5 mörk og varði Aron Rafn Eðvarðsson 7 skot, þar af eitt víti ásamt því að skora eitt mark.

Í liði HC Cocks voru þeir Santeri Vainionpää og Kemal Hamzic með 3 mörk hvor. Gergo Miklós varði 4 skot.

Aron Rafn Eðvarðsson skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Haukum 8 mörkum yfir í leiknum. Sá munur átti bara eftir að aukast því Haukar náðu mest 15 marka forskoti í stöðunni 34:19.

Þá fóru Haukar að slaka aðeins á klónni og notfærði Finnska liði sér það og minnkaði muninn niður í 10 mörk í stöðunni 35:25. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka leikhlé til að stappa stálinu í sína leikmenn fyrir síðustu tvær mínútur leiksins.

Fór svo að lokum að Haukar unnu 9 marka sigur 35:26. Miðað við lokakafla leiksins þá er hætta á að Finnska liðið geti komið til baka á heimavelli sínum eftir að hafa fengið blóð á tennurnar með því að skora 6 síðustu mörk leiksins.

Markahæstur í liði Hauka í kvöld var Birkir Snær Steinsson með 7 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 13 skot, þar af eitt vítaskot.

Í liði HC Cocks var Dániel Fekete með 6 mörk og varði Gergo Miklós 8 skot.

Liðin mætast eins og fyrr segir í seinni leiknum í Finnlandi næsta sunnudag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:1 Chelsea opna
90. mín. Alexis Mac Allister (Liverpool) fær gult spjald 90+2 - Tekur Palmer niður og Chelsea fær aukaspyrnu á fínum stað á hægri kantinum.
HK 1:1 Fram opna
45. mín. Hálfleikur Staðan er 1:1 eftir nokkuð líflegan fyrri hálfleik. Það er meiri kraftur í HK-ingunum, enda mun meira í húfi hjá þeim.
Fylkir 0:1 KR opna
45. mín. Hálfleikur Enginn uppbótartími. KR leiðir 1:0 í hálfleik

Leiklýsing

Haukar 35:26 Cocks opna loka
60. mín. Haukar tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert