Fyrsti sigur FH í Evrópudeildinni

Birgir Már Birgisson, Tryggvi Þórisson og Ágúst Birgisson eigast við …
Birgir Már Birgisson, Tryggvi Þórisson og Ágúst Birgisson eigast við í kvöld. mbl.is/Karítas

FH  hafði betur gegn sænska liðið Sävehof, 34:30, í Evr­ópu­deild karla í hand­bolta í Kaplakrika í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur FH í Evrópudeildinni á tímabilinu.

FH liðið byrjaði frekar hægt og var skrefi á eftir allan seinni hálfleik eftir slaka byrjun FH á báðum vígstöðum, Savehoft var yfir allan fyrri hálfleik með 2-3 mörkum og staðan var 15:18 í fyrri hálfleik.

Markahæstur í fyrri hálfleik hjá FH var Garðar Ingi Sindrason með fjögur. Jón Bjarni Ólafsson og Símon Michael Guðjónsson skoruðu þrjú og þar af voru tvö víti hjá Simon sem átti mun betri dag á punktinum en í síðasta Evrópuleik þegar hann var 0/2.  Daníel Freyr Andrésson byrjaði vel í markinu og varði sjö skot í fyrri, þar af eitt víti.

Hjá Savehoft var Færeyingurinn Óli Mittún með fjögur mörk í fyrri hálfleik og var rétt að byrja.

FH vaknaði í seinni hálfkeik en tók sér góðan tíma í það. Minnkaði muninn hægt og rólega og jafnaði loks í 25:25 á 48. mínútu. Savehoft komst aftur yfir en Ásbjörn Friðriksson jafnaði metin tvisvar og Garðar Ingi Sindrason  kom svo FH yfir í fyrsta sinn í leiknum á 52. mínútu og FH átti frábærann lokakafla og sigraði að lokum 34:30.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 34:30 Sävehof opna loka
60. mín. Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert