Þýska Íslendingaliðið of sterkt fyrir Val

Viktor Sigurðsson skoraði eitt mark.
Viktor Sigurðsson skoraði eitt mark. mbl.is/Árni Sæberg

Valur mátti þola tap, 36:21, gegn þýska liðinu Melsungen í þriðju umferð Evrópudeildar karla í handbolta í Kassel í Þýskalandi í kvöld.

Valur er með eitt stig eftir þrjár umferðir á meðal Íslendingaliðið Melsungen er með fullt hús stiga.

Melsungen hefur farið gríðarlega vel af stað í þýsku 1. deildinni, sterkustu deild í heimi, á leiktíðinni og víst að verkefnið yrði ærið fyrir Val.

Heimamenn komust í 6:2 snemma leiks og voru með undirtökin allan hálfleikinn. Mestur varð munurinn átta mörk, 14:6. Valsmenn minnkuðu muninn í 16:10, en Florian Drosten skoraði síðasta mark hálfleiksins og var staðan í leikhléi því 17:10.

Melsungen hélt áfram mað bæta í forskotið í seinni hálfleik og varð munurinn tíu mörk í fyrsta skipti í stöðunni 22:12. Var þá ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi og þegar uppi var staðið munaði fimmtán mörkum á liðunum.

Ísak Gústafsson var markahæstur hjá Val með fjögur mörk og þeir Agnar Smári Jónsson, Allan Norðberg og Magnús Óli Magnússon gerðu þrjú hver.

Nikolaj Enderleit gerði sex fyrir Melsungen. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur og Elvar Örn Jónsson þrjú.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Melsungen 36:21 Valur opna loka
60. mín. Allan Norðberg (Valur) skoraði mark Síðasta mark leiksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert