Óðinn fór á kostum

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir Óðinn Þór Ríkharðsson, Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru allir í sigurliðum og létu vel til sín taka þegar þriðja umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik fór fram í kvöld.

Óðinn Þór var markahæstur allra þegar lið hans Kadetten Schaffhausen heimsótti Limoges til Frakklands og vann 31:27.

Skoraði hann átta mörk fyrir Kadetten, sem er í öðru sæti C-riðils með fjögur stig.

Í sama riðli gerði Benfica góða ferði til Presov í Slóvakíu og vann 24:16.

Stiven var næstmarkahæstur hjá Benfica með fjögur mörk. Benfica er á toppi riðilsins með sex stig en Presov á botninum án stiga.

Þá skoraði Þorsteinn Leó Gunnarsson þrjú mörk fyrir Porto í fræknum útisigri á Vardar, 26:22, í Skopje í Norður-Makedóníu.

Porto er í öðru sæti í F-riðli, riðli Vals, með þrjú stig en Vardar er í þriðja sæti með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert