Við bara samgleðjumst Aroni

Aron Pálmarsson er farinn frá FH.
Aron Pálmarsson er farinn frá FH. mbl.is/Árni Sæberg

 FH missti landsliðsfyrirliðann , Aron Pálmarsson, úr liðinu til ung­verska stórliðsins Veszprém í þessari viku en sigruðu þrátt fyrir það sænska liðið Sävehof, 34:30, í Evr­ópu­deild karla í hand­bolta í Kaplakrika í kvöld.

„Ég hef ekkert leynt því að þetta hefur verið erfið vika fyrir margra hluta sakir. Við erum í þéttu prógrammi og höfum verið að glíma við eitthvað af meiðslum en við bara samgleðjumst Aroni í því sem hann er að taka sér fyrir hendur og erum ofboðslega lukkulegir með þann tíma sem við fengum með honum,“ sagðiSigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld og hélt áfram.

„Það er alveg ljóst að þegar svona stór prófíll eins og Aron hverfur þá myndast ákveðið rími sem þarf að fylla og mér fannst strákarnir taka frábær skref hvað það varðar í kvöld og sýndu það að liðsheildin og því um líkt er sterkasti parturinn í þessu liði.“

 Aron var oftast ekki að spila margar mínútur í einu en var reglulega í því hlutverki að rífa liðið upp þegar illa gekk.

„Ég held að það myndu öll lið í heiminum finna fyrir því að missa Aron Pálmarsson. Það fylgir því líka að það sé ekki einhver að draga þig í land að þurfa að treysta á sjálfan sig, það er alltaf góður hluti að þurfa að gera og nú þurfum við bara að venja okkur á þetta og treysta á liðið okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert