Orðin hálfgerð Íslendinganýlenda

Sveinn Jóhannsson spilar í Meistaradeild Evrópu með besta liði Noregs.
Sveinn Jóhannsson spilar í Meistaradeild Evrópu með besta liði Noregs. Ljósmynd/Jon Forberg

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson gekk í raðir norska stórliðsins Kolstad frá Minden í Þýskalandi fyrir tímabilið. Minden var í miklum vandræðum í B-deild Þýskalands á síðasta tímabili, á meðan Kolstad er besta lið Noregs og spilar í Meistaradeild Evrópu.

„Kolstad var búið að fylgjast með mér í svolítinn tíma, nokkur ár. Ég heyrði fyrst af því þegar ég var að spila með Sönderjyske. Þá vantaði línumann, höfðu samband við minn umboðsmann og sýndu mér áhuga. Þetta var flott tækifæri sem var erfitt að segja nei við.

Mér leist mjög vel á að fá að spila í Meistaradeildinni, það er gott fyrir minn feril og ég tók þessu tækifæri. Þetta var stórt skref, frá liði sem átti erfitt í 2. deild í Þýskalandi. Það er frábært að þetta gat orðið að veruleika og nokkuð sem maður hefur stefnt að lengi,“ sagði Sveinn við Morgunblaðið.

Fjórir Íslendingar

Sigvaldi Björn Guðjónsson er fyrirliði Kolstad og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigurjón Guðmundsson leika einnig með liðinu.

„Það er mjög gott að vera með Íslendinga með sér. Sigvaldi er fyrirliði og þekkir þetta inn og út. Hann hefur tekið vel á móti okkur Benna og svo erum við með Sjonna líka og þetta er orðin hálfgerð Íslendinganýlenda í Kolstad. Það er stemning að geta gripið í móðurmálið inn á milli,“ sagði hann.

Viðtalið við Svein má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert