Tveggja stiga forskot Aftureldingar

Birkir Benediktsson og Þórður Tandri Ágústsson í baráttu í leik …
Birkir Benediktsson og Þórður Tandri Ágústsson í baráttu í leik liðanna á síðustu leiktíð. Árni Sæberg

Afturelding náði tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta með útisigri á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Urðu lokatölur 36:29. 

Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin en Afturelding næstu þrjú. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og var staðan 10:10 þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Afturelding náði í kjölfarið þriggja marka forskoti í fyrsta skipti, 14:11. Afturelding skoraði hins vegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og munaði einu marki í hálfleik, 14:13, Aftureldingu í vil.

Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn vel. Einar Baldvin Baldvinsson hrökk í gang í markinu og varði úr nokkrum dauðafærum Stjörnumanna í röð. Afturelding náði með því þriggja marka forskoti eftir tæplega 40 mínútna leik, 20:17.

Munurinn varð svo fjögur mörk í fyrsta skipti, 25:21, fimm mínútum síðar. Afturelding hélt áfram að bæta í og var staðan 27:21 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir.

Voru Stjörnumenn ekki líklegir til að jafna eftir það og Stjörnumenn styrktu stöðu sína á toppnum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 29:36 Afturelding opna loka
60. mín. Aron Valur Gunnlaugsson (Afturelding) skoraði mark Í fanginu á Stjörnumanni en skorar bara samt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka