FH tapaði í Svíþjóð

Garðar Ingi Sindrason skýtur að marki í fyrri leik liðanna …
Garðar Ingi Sindrason skýtur að marki í fyrri leik liðanna í síðustu viku. mbl.is/Karítas

Svíþjóðarmeistarar Sävehof, sem Tryggvi Þórisson leikur með, unnu Íslandsmeistara FH, 30:26, í 4. umferð H-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Partille Arena í Svíþjóð í dag. 

FH er í fjórða sæti riðilsins með tvö stig en Sävehof í þriðja sæti með jafnmörg stig en ofar vegna fleiri marka á útivelli en FH vann fyrri leikinn 34:30. Gummersbach og Toulouse eru síðan með sex stig í efstu tveimur sætum riðilsins. 

Mikið jafnræði var á milli liðanna í fyrri hálfleik en undir lok hans náðu heimamenn í þriggja marka forystu, 16:143. 

FH-ingar minnkuðu muninn minnst í tvö mörk í seinni hálfleik en komust ekki nær en það. Að lokum vann Sävehof fjögurra marka sigur. 

Símon Michael Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir FH en Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson skoruðu fjögur hver. 

Hjá Sävehof skoruðu Færeyingurinn Óli Mittún, Ísak Vedelsböl og Gustaf Wedberg fimm mörk. 

FH heimsækir Íslendingalið Gummersbach frá Þýskalandi í næstu umferð en Sävehof heimsækir Toulouse frá Frakklandi. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Sävehof 30:26 FH opna loka
60. mín. Ásbjörn Friðriksson (FH) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka