Hetjuleg barátta Valsmanna

Valsmaðurinn Bjarni Í Selvindi með boltann í kvöld.
Valsmaðurinn Bjarni Í Selvindi með boltann í kvöld. mbl.is/Hákon

Valur og þýska liðið MT Melsungen áttust við í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með fimm marka sigri MT Melsungen, 33:28. Leikið var á Hlíðarenda, heimavelli Valsmanna.

Valsmenn eru með eitt stig eftir fjóra leiki en MT Melsungen er með fullt hús stiga.

Það var Íslendingurinn Elvar Örn Jónsson sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina en auk hans leikur Arnar Freyr Arnarsson með MT Melsungen.

Gestirnir náðu fljótlega undirtökunum í leiknum og náðu sex marka forskoti í stöðunni 7:1 fyrir MT Melsungen eftir tæplega tíu mínútna leik.

Valsmenn mættu loks til leiks og byrjuðu að saxa niður forskotið með þremur mörkum í röð og staðan eftir tæplega 19 mínútur var 9:6 fyrir gestina.

Valsmenn náðu að halda þessum mun og fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn niður í tvö mörk.

Valsmönnum tókst loks að minnka muninn niður í tvö mörk í stöðunni 16:14 fyrir Melsungen. Þá tóku gestirnir leikhlé enda með boltann og aðeins 30 sekúndur eftir af fyrri hálfleik.

TM Melsungen gerði þau mistök að setja of marga leikmenn inn á völlinn eftir leikhlé og misstu þeir bæði boltann og mann út af.

Þetta notfærðu Valsmenn sér vel og tóku einfalda stimplun í lokasókn sinni sem endaði út í horni þar sem Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði síðasta mark hálfleiksins og minnkaði muninn niður í eitt mark.

Niðurstaðan eftir fyrri hálfleikinn var 16:15 fyrir TM Melsungen sem verður að teljast ágætt í ljósi þess að Valsmenn voru sex mörkum undir í stöðunni 7:1.

Markahæstur í liði Vals í fyrri hálfleik var Ísak Gústafsson með fjögur mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði fimm skot og Jens Sigurðarson varði þrjú skot.

Í liði TM Mensungen var Ian Barrufet með fjögur mörk og varði Adam Morawski fjögur skot.

Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í seinni hálfleik og gerðu sér lítið fyrir og komust yfir í stöðunni 19:18. Valsmenn leiddu síðan leikinn alveg þar til í stöðunni 22:21 en þá komu þrjú mörk í röð frá TM Melsungen og komust þeir í kjölfarið tveimur mörkum yfir í stöðunni 24:22.

Valsmenn voru í framhaldinu að elta uppi 1-2 marka mun TM Melsungen og fengu heimamenn nokkur tækifæri til að jafna leikinn. Það tókst í stöðunni 26:26 þegar Viktor Sigurðsson skoraði sitt fjórða mark eftir hraðaupphlaup.

TM Melsungen náði þriggja marka forskoti þegar rétt rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 29:26 fyrir gestina frá Þýskalandi.

Það má segja að gestirnir hafi verið orkumeiri síðustu fimm mínútur leiksins því þeir skoruðu á endanum fjögur mörk í röð og komust í 30:26 þegar þrjár mínútur og 30 sekúndur voru eftir af leiknum en þá skoraði Úlfur Páll Monsi af vítalínunni og minnkaði muninn í þrjú mörk, 30:27 fyrir TM Melsungen.

Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en Þjóðverjarnir skoruðu alltaf jafnóðum og fór svo að leiknum lauk með sigri TM Melsungen 33:28.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 28:33 Melsungen opna loka
60. mín. Hans Mensing (Melsungen) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka