Möguleiki á að sýna sig í Evrópu

Alexander Petersson í leik með Val gegn Vardar fyrr í …
Alexander Petersson í leik með Val gegn Vardar fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Reynsluboltinn Alexander Petersson kveðst vonast til þess að liðsfélagar sínir hjá Val nýti tækifærið til þess að sýna sig og sanna þegar þýska liðið Melsungen kemur í heimsókn á Hlíðarenda í F-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.

„Við höfum ekki byrjað jafn vel og í fyrra. Mér finnst vanta mikið í vörninni og sókninni líka. Við erum búnir að missa marga leikmenn en við erum á réttri leið,“ sagði Alexander á rafrænum fréttamannafundi Vals.

Melsungen vann fyrri leikinn í riðlinum örugglega, 36:21, í Þýskalandi í síðustu viku.

„Melsungen er hörkulið og ég vona að strákarnir séu mjög spenntir fyrir því að spila þessa leiki. Þetta er möguleiki til þess að sýna sig í Evrópu.

Ég held að það séu allir mjög spenntir fyrir því að spila á móti svona sterkum liðum. Við þurfum að einbeita okkur og stúdera allt sem þeir gera. Þetta er vel þjálfað lið og við höfum verið að horfa á vídeó af þeim. Við þurfum að ýta okkur sjálfum upp,“ sagði hann einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka