Bjarki markahæstur í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Ljósmynd/Kristján Orri

Veszprém frá Ungverjalandi hafði betur gegn Wisla Plock frá Póllandi í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Urðu lokatölur í Póllandi 27:24.

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Veszprém með sjö mörk. Aron Pálmarsson komst ekki á blað. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot í marki Wisla, en hann lék í nokkrar mínútur.

Norska liðið Kolstad hafði betur gegn Aalborg á heimavelli, 25:24. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad. Sveinn Jóhannsson og Benedikt Gunnar Óskarsson skoruðu ekki fyrir norska liðið.

Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Pick Szeged frá Ungverjalandi í eins marks sigri á Kielce frá Póllandi, 28.27.

Orri Freyr Þorlesson skoraði tvö mörk fyrir Sporting frá Portúgal sem mátti þola tap gegn París SG á útivelli, 30:28.

Þá skoruðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson sitt markið hvor í 36:24-heimasigri Magdeburg á Zagreb.

Staðan í A-riðli:

  1. Veszprém 12
  2. PSG 12
  3. Sporting 12
  4. Dinamó Búkarest 8
  5. Füchse Berlin 6
  6. Wisla Plock 2
  7. Fredericia 2
  8. Pelister 1

Staðan í B-riðli:

  1. Barcelona 12
  2. Nantes 8
  3. Pick Szeged 8
  4. Aalborg 7
  5. Kielce 6
  6. Kolstad 6
  7. Magdeburg 5
  8. Zagreb 2
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert