Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik og leikmaður Veszprém í Ungverjalandi, segist ekki hafa getað hafnað tilboði ungverska stórliðsins.
Aron samdi við Veszprém í síðustu viku og hefur þegar spilað tvo leiki fyrir liðið.
„Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum ef ég man rétt, í september kannski, að umboðsmaðurinn minn sagði mér frá mögulegri endurkomu til Veszprém. Hvað gat ég sagt? Ég var mjög spenntur.
Ég verð að minnast á að ég fékk og hafnaði nokkrum tilboðum frá stórum evrópskum félögum undanfarna 15 mánuði. En aðstæður hafa breyst mikið. Ég hefði séð eftir því ef ég hefði ekki samþykkt samningstilboð Veszprém,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF.
„Gamla félagið mitt, FH, sýndu mér mikinn stuðning og samþykktu mögulega brottför mína til Veszprém. Samningur okkar innihélt ákvæði um að ef ég fengi tilboð frá stóru félagi myndu þeir leyfa mér að fara frá félaginu. Þannig gerðist það,“ bætti hann við.