KA og Stjarnan skildu jöfn, 27:27, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í KA heimilinu á Akureyri í kvöld.
KA komst upp úr fallsæti og í tíunda sætið með fimm stig en Stjarnan er í áttunda sæti með átta stig.
Staðan í hálfleik var 12:11 Stjörnunni í vil en KA-menn voru með forskotið lokamínúturnar.
Þegar nítíu sekúndur voru eftir var munurinn tvö mörk, 27:25, en Stjörnumenn skoruðu síðustu tvö mörk leiksins, seinna þegar að fjórar sekúndur voru eftir, og tryggðu sér stig.
Hans Jörgen Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna en Tandri Már Konráðsson skoraði sex.
Hjá KA skoraði Bjarni Ófeigur Valdimarsson mest eða sex mörk.
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Jens Bragi Bergþórsson 5, Ott Varik 5, Patrekur Stefánsson 4, Logi Gautason 2, Dagur Árni Heimisson 2, Daði Jónsson 1, Kamil Pedryc 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 11.
Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 10, Tandri Már Konráðsson 6, Jóel Bernburg 2, Rytis Kazakevicius 2, Ísak Logi Einarsson 2, Starri Friðriksson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Daníel Karl Gunnarsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 7, Sigurður Dan Óskarsson 4.