Flautumark í Úlfarsárdal

Framarar fagna sigrinum.
Framarar fagna sigrinum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram vann HK með naumindum, 26:25, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld. 

Eftir leikinn er Fram í fjórða sæti með ellefu stig en HK er í ellefta og næstneðsta sæti með fimm. 

HK-ingar voru lengi vel með forystu í leiknum og nánast allan seinni hálfleikinn þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti. 

Framarar voru hins vegar sterkari á lokamínútunum en á síðustu sekúndu leiksins skoraði Marel Baldvinsson sigurmark Fram. 

Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir Fram en Reynir Þór Stefánsson skoraði sjö. Hjá HK skoruðu Aron Dagur Pálsson og Andri Þór Helgason fimm mörk hvor. 

Arnór Máni Daðason varði þá 19 skot í marki Fram og var með 43% markvörslu.

Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Reynir Þór Stefánsson 7, Ívar Logi Styrmisson 3, Eiður Rafn Valsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1, Theodór Sigurðsson 1, Marel Baldvinsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Dagur Fannar Möller 1. 

Varin skot: Arnór Máni Daðason 19. 

Mörk HK: Aron Dagur Pálsson 5, Andri Þór Helgason 5, Léo Snær Pétursson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Tómas Sigurðarson 1, Sigurður Jefferson Guarino 1, Júlíus Flosason 1. 

Varin skot: Róbert Örn Karlsson 13. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert